Sex vanmetnustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar

Manchester City situr sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur 15 stiga forskot á Manchester United sem er í öðru sæti deildarinnar.

Chelsea kemur þar á eftir með 46 stig og Liverpool er í fjórða sætinu með 44 stig á meðan Tottenham og Arsenal fylgja fast á hæla toppliðanna.

Leikmenn stóru liðanna fá reglulega hrós fyrir sína frammistöðu en baráttan á botni deildarinnar hefur eflaust aldrei verið jafn hörð.

Einungis 9 stig skilja að liðið sem situr í neðsta sæti deildarinnar og liðið sem er í tíunda sætinu.

90Min tók saman lista yfir vanmetnustu leikmenn deildarinnar en West Ham á tvo fulltrúa á listanum en það er hins vegar Leicester sem á vanmetnasta leikmann deildarinnar.

6. Arthur Masuaku – West Ham
5. Pascal Gross – Brighton & Hove Albion
4. Robbie Brady – Burnley
3. Pedro Obiang – West Ham
2. Ashley Young – Manchester United
1. Wilfred Ndidi – Leicester City


desktop