Silva og Allardyce hafa ekki lengur áhuga á starfinu hjá Everton

Everton er enn að leita að nýjum knattspyrnustjóra en sú leit gengur ekki mjög vel.

Tæpur mánuður er síðan að Everton rak Ronald Koeman úr starfi.

David Unsworth hefur stýrt liðinu tímabundið en hann ku ekki fá starfið til framtíðar.

Nú segir Sky Sports að Marco Silva stjóri Wattford og Sam Allardyce hafi ekki áhuga á starfinu.

Þeir hafa verið orðaðir við starfið og höfðu áhuga en Everton veit ekki hvort þeir séu réttu kostirnir.

Því hafa þeir ákveðið að stíga ti baka og hafa ekki lengur áhuga á starfinu.

Sean Dyche stjóri Burnley er áfram orðaður við starfið en óvíst er hvað Everton gerir.


desktop