Sir Alex Ferguson sveik gefið loforð

Sir Alex Ferguson fyrrum stjóri Manchester United var nálægt því að taka við Tottenham árið 1984.

Tottenham hafði verið í viðræðum við Ferguson og var tekist í hendur um að hann tæki við.

Þetta loforð sveik Ferguson hins vegar og ákvað að vera áfram í Skotlandi.

,,Ég hafði átt í löngum viðræðum við Ferguson um samning, við ræddum allt saman,“ sagði Irving Scholar sem var stjórnarformaður Tottenham á þessum tíma.

,,Ég sagði honum eftir að hann hætti við að ég væri af gamla skólnum, að þegar maður hefði tekist í hendur um eitthvað þá stæði það.“

,,Ég sagði honum að maður hætti ekki við eftir slíkt.“


desktop