Sir Alex Ferguson verður stjóri Manchester United í sumar

Manchester United liðið frá árinu 2008 mun mæta draumaliði Michael Carrick í leik í byrjun júní.

Leikurinn er settur upp til að heiðra Carrick fyrir það starf sem hann hefur unnið fyrir United.

Carrick hefur í ellefu ár spilfað fyrir United og gæti þetta verið hans síðasta tímabili.

United vann Meistaradeildina árið 2008 en Edwin van der Sar, Gary Neville, Rio Ferdinand, Paul Scholes, Ryan Giggs hafa staðfest komu sína í leikinn. Óvíst er hvort Cristiano Ronaldo, Carlos Tevez og fleiri stjörnu láti sjá sig.

Í draumalið Carrick hafa Steven Gerrard, Frank Lampard og Michael Owen boðað komu sína.

Nú í dag greindi svo Carrick frá því að Sir Alex Ferguson yrði stjóri Manchester liðsins í þessum leik en Harry Redknapp verður stjóri stjörnuliðs Carrick.

Ferguson stýrði United til ársins 2013 þegar hann lét af störfum eftir mögnuð ár.

,,Stoltur af því að stjórinn verður þjálfari liðsins í þessum leik,“
sagði Carrick.


desktop