Sjö atriði sem gætu hjálpað United að vinna titilinn

Eric Cantona, fyrrum leikmaður Manchester United segir að félagið geti gert alvöru atlögu að Englandsmeistaratitilinum á næstu leiktíð en liðið hefur sýnt ótrúleg batamerki á nýja árinu undir stjórn Luis Van Gaal.

Van Gaal byrjaði ekkert alltof vel með sínu nýja félagi en í dag situr liðið í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinna með 65 stig eftir 32 leiki og á ennþá tölfræðilegan möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina.

Felstir sparkspekingar spá því hins vegar að Chelsea verði meistari í ár en liðið situr á toppi deildarinnar með 73 stig og hefur sjö stiga forskot á Arsenal en Chelsea á leik til góða.

Margir vilja hins vegar meina að United geti blandað sér í baráttuna enn á ný á næstu leiktíð en Talk Sport tók saman skemmtilegan lista yfir það hvað félagið þarf mögulega að gera, til þess að bikarinn snúi aftur á Old Trafford.

Listann má sjá hér að neðan.


7. Ekki kaupa Radamel Falcao – Liðið þarf á öðrum stjörnuframherja að halda ætli þeir sér að blanda sér í baráttuna en Robert Lewandowski færi frábær kostur fyrir þá rauðklæddu.


6. Styrkja vörnina – Van Gaal hefur prófað nokkar útfærslur af leikkerfum í vetur en virðist loksins hafa fundið taktkinn með fjögurra manna varnarlínu. Menn eins og Mats Hummels og Nathaniel Clyne hafa verið orðaðir við félagið.


5. Halda áfram að spila Rooney frammi – Besta staða fyrirliðans á vellinum er sem fremsti maður. Hann hefur margoft sannað það í gegnum tíðina.


4. Losa sig við aukaleikarana – Van Gaal þarf að taka til í herbúðum United en menn eins og Tom Cleverley og Javier Hernandez eru einfaldlega ekki nógu góðir fyrir stórlið eins og Manchester United.


3. Finna arftaka Carrick – Manchester United þarf að finna leikmann sem getur tekið við keflinu af Michael Carrick en liðið spilar einfaldlega mikið mun betur þegar hann er á vellinum.


2. Gera nýjan samning við De Gea – Spánverjinn hefur verið einn besti maður liðsins á þessu tímabili og það hlýtur að vera forgangsatriði á Old Trafford að semja við kappann.


1. Gefa ungu strákunum tækifæri – Menn eins og Patrick McNair, Jesse Lingard og Endreas Pereira þurfa að halda áfram að þróast sem leikmenn og félagið þarf að halda áfram að gefa þeim mínútur á vellinum.


desktop