Skipta Barcelona og United á leikmönnum í janúar?

Samkvæmt miðlum á Englandi þá gætu Manchester United og Barcelona skipt á leikmönnum í janúar næstkomandi.

Barcelona hefur augastað á Anthony Martial, sóknarmanni United en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri í byrjunarliðinu á þessari leiktíð og hefur aðeins byrjað fjóra leiki.

Þrátt fyrir það hefur hann staðið sig frábærlega, bæði þegar hann hefur byrjað og komið inná sem varamaður og hefur nú þegar skorað fimm mörk og lagt upp önnur fimm.

Martial er sagður hugsa sér til hreyfings en hann vill fara með Frökkum á HM í Rússlandi og sér ekki fram á það að fá mörg tækifæri með United á leiktíðinni.

United vill fá Ivan Rakitic, miðjumann Barcelona í skiptum fyrir Martial og eru engar líkur á því að þeir selji Frakkann, nema þeir fái Króatann í staðinn.


desktop