Sky: Chelsea og Atletico að ná samkomulagi vegna Costa

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur mikið gerst í viðræðum Chelsea og Atletico Madrid síðustu daga vegna Diego Costa.

Sky segir að samkomulag nálgist en Costa hefur viljað fara til Atletico í allt sumar.

Chelsea vildi losa sig við Costa og hann hefur bara viljað fara til Atletico.

Costa mætti til Spánar í vikunni og nú stefnir í að hann gangi aftur í raðir félagsins.

Costa mun þó ekki getað spilað með Atletico fyrr en í janúar en gæti hafið æfingar með liðinu á næstu dögum eða vikum ef samkomulag næst á milli liðanna.


desktop