Sky: Chelsea vill kaupa Aubameyang

Pierre-Emerick Aubameyang framherji Borussia Dortmund er á óskalista Chelsea. Sky Sports segir frá.

Sky segir að Chelsea vilji ganga frá kaupum á Aubameyang til að styrkja sóknarleik sinn.

Antonio Conte nennir ekki að vinna með Diego Costa lengur og þá missti hann af Romelu Lukaku til Manchester United.

Dormtund er til í að selja Aubameyang en það þarf þá að gerast á næstu dögum.

Chelsea horfir einnig til Alvaro Morata, Andrea Belotti og Gonzalo Higuain.


desktop