Sky: City í viðræðum um kaup á 60 milljóna punda varnarmanni

Manchester City er í viðræðum við Athetlic Bilbao um kaup á Aymeric Laporte. Sky Sports News segir frá.

Laporte er öflugur franskur miðvörður sem lengi hefur verið orðaður við lærisveina Pep Guardiola.

Laporte myndi kosta City í kringum 60 milljónir punda.

Meiðsli Vincent Kompany hafa orðið til þess að Guardiola vill miðvörð í sinn hóp.

City er einnig að reyna að fá miðjumanninn, Fred frá Shakter en hann hefur vakið mikla athygli.


desktop