Sky: Ekkert samkomulag um að Keita komi í janúar

RB Leipzig og Liverpool hafa átt í viðræðum um að Naby Keita komi til Liverpool í janúar. Sky Sports segir frá.

Sky segir hins vegar að ekkert samkomulag sé í höfn eins og fréttirnar sögðu í gær.

Jurgen Klopp vill flýta kaupunum á Keita eftir að Philippe Coutinho fór ti Barcelona.

Keita mun ganga í raðir Liverpool í sumar fyrir 66 milljónir punda. Liverpool þarf að greiða meira ef Keita ætti að koma í janúar.

Leipzig vill ekki selja Keita og mun hann spila með liðinu gegn Schalke í dag.


desktop