Sky: Leikmenn Liverpool vorkenna Coutinho

Leikmenn Liverpool á Englandi vorkenna miðjumanninum Philippe Coutinho sem vill komast burt í sumar.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu í dag en Coutinho er á óskalista Barcelona á Spáni.

Coutinho hefur beðið um sölu frá Liverpool en félagið hefur lítinn áhuga á að selja hann í þessum glugga.

Samkvæmt Sky þá standa leikmenn Liverpool með Coutinho og skilja það að hann vilji komast til Barcelona.

Óvíst er hvað verður úr málum Coutinho en Barcelona vill fá hann til að taka við af Neymar sem fór til Paris Saint-Germain.


desktop