Sky setur Carragher í bann út tímabilið eftir hrákuna

Sky Sports hefur staðfest að Jamie Carragher verði ekki meira á skjánum hjá stöðunni út þessa leiktíð. Málið verður rætt í sumar hvort Carragher haldi starfi sínu áfram. Carragher hrækti á unga stelpu.

Manchester United tók á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna. Það var Marcus Rashford sem skoraði bæði mörk United í fyrri hálfleik en sjálfsmark frá Eric Bailly reyndist eina mark Liverpool í leiknum.

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sparkspekingur hjá Sky Sports var á vellinum um helgina og virðist hann hafa verið ósáttur með úrslitin. Þegar að hann var að keyra heim til sín lenti hann við hliðiná stuðningsmönnum United á rauðu ljósi.

Þau byrjuðu að grínast í honum með úrslitin með þeim afleiðingum að Carragher ákvað að hrækja á þau. Hrákan endaði á andliti 14 ára stelpu.

Carragher hefur beðist afsökunar á atvikinu og lofar því að svona komi ekki fyrir aftur.

Atvikið fræga má sjá hér að neðan.


desktop