Sky Sports valdi Jóhann Berg aftur besta mann vallarins

Annan leikinn í röð var Jóhann Berg Guðmundsson besti maður Burnley að mati Sky Sports.

Jóhann var valinn besti leikmaðurinn í 2-2 jafntefli gegn Manchester United á öðrum degi jóla.

Hann var svo besti maðurinn í markalausu jafntefli gegn Huddersfield í gær.

,,Venjulega eru það varnarmenn Burnley en Jóhann Berg skaraði fram úr með frammistöðu sinni fram völlinn, hann vakti athygli í jöfnum leik,“ segir í umfjöllun Sky Sports.

,,Íslenski kantmaðurinn slátraði Scott Malone vinstri bakverði Huddersfield í fyrri hálfleik, hann var líklegasti maðurinn til að skapa eitthvað í leiknum.“

,,Burnley skapaði sér níu færi í leiknum og Jóhann skapaði sex af þeim, það sannar hversu öflugur hann var.“


desktop