Sky Sports valdi Jóhann Berg bestan á Old Trafford

Að mati Sky Sports var Jóhann Berg Guðmundsson besti maður vallarins í 2-2 jafntefli Manchester United og Burnley í gær.

Jóhann lék allan leikinn á kantinum hjá Burnley en liðið var nálægt því að taka þrjú stig.

Burnley komst í 0-2 í fyrri hálfleik en réð ekki við heimamenn í síðari hálfleik, tankurinn var tómur hjá gestunum.

Sky velur Jóhann besta mann vallarins og er hann eini leikmaðurinn sem fær 8 í einkunn.

Jóhann hefur spilað vel í vetur með Burnley en á þó enn eftir að skora sitt fyrsta mark á þessu tímabili.

Einkunnir frá Sky Sports eru hér að neðan.


desktop