Slæmar fréttir berast af Adam Lallana

Liverpool hefur fengið slæmar fréttir af Adam Lallana miðjumani félagsins.

Lallana er frá vegna meiðsla í læri og í fyrstu var talið að hann yrði frá í 2 mánuði.

Nú segja hins vegar ensk götublöð að Lallana verði talsvert lengur frá.

Times segir að Lallana verði líklega frá fram í desember sem er áfall fyrir Jurgen Klopp og lærisveina hans.

Lallana er afar mikilvægur hlekkur í liði Liverpool og átti gott tímabil á síðustu leiktíð.


desktop