Slaven Bilic fær tíma til að bjarga starfinu

West Ham ætlar sér ekki að reka knattspyrnustjóra sinn, Slaven Bilic á næstu dögum en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Lítið hefur gengið upp hjá félaginu á þessari leiktíð sem situr í sextánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 8 stig eftir fyrstu 9 leikina.

Liðið tapaði illa fyrir nýliðum Brighton á föstudaginn, 3-0 og vildu margir miðlar á Englandi meina að Bilic gæti fengið sparkið eftir tapið.

Eigendur West Ham funduðu um helgina og ætla þér að gefa Bilic tíma til þess að snúa gengi liðsins við.

Hann tók við liðinu árið 2015 og gerði frábæra hluti með félagið á sínu fyrsta tímabili.


desktop