Smalling segir frábæra stemmingu í klefanum hjá United

Chris Smalling varnarmaður Manchester United segir að stemmingin sé frábær í klefanum hjá liðinu.

Smalling var á meðal varamanna í fyrsta leik Manchester United þegar liðið vann West Ham.

Sögur hafa verið á kreiki um að Smalling yfirgefi Untied í sumar en honum líður vel hjá félaginu.

,,Það er erfitt að hafa 25 leikmenn sem allir ná vel saman,“ sagði Smalling.

,,Í þessum klefa finnst mér hins vegar allir ná saman, það eru allir að grínast, það er tónlist í klefanum og menn eru að grínast.“

,,Ég heyri mikið af sögum úr öðrum félögum þar sem margir ná ekki vel saman, við erum heppnir að hafa klefa sem er að ná svona vel saman.“


desktop