Sögð íhuga skilnað við Rooney eftir atvik helgarinnar

Coleen Rooney eiginkona Wayne Rooney er sögð íhuga það alvarlega að skilja við framherjann knáa.

Rooney fékk sér í glas á fimmtudaginn með góðum vinum og ætlaði svo að keyra heim.

Hann var að keyra bíl sem stúlka á barnum átti þegar lögreglan handtók hann.

Ensk götublöð fjalla um málið en þar er sagt að Coleen sé nú heima hjá foreldrum sínum á meðan Wayne er heima hjá þeim.

Hún var í sumarfríi á Spáni með börnunum þeirra en flýtti heimför vegna málsins, hún og Rooney hittust á föstudagskvöld og þá fékk kappinn að heyra það.

Mirror segir að Rooney hafi verið að kyssa og faðma, Laura Simpson sem átti bílinn. Þá er sagt að Rooney hafi hrósað barmi hennar mikið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áfengi og aðrar konur koma í fréttirnar hjá Wayne sem reynir nú að bjarga hjónabandinu.

Mynd af Laura Simpson er hér að neðan.


desktop