Souness hjólar í Pogba – Er Youtube spilari

Graeme Souness sérfræðingur Sky Sports segir að Paul Pogba miðjumaður Manchester United verði að skila meiru til liðsins.

Souness leggur til að Pogba geri hlutina eins og Fellaini og skili meira fyrir liðið.

,,Ég vil sjá Pogba gera þeð sem Fellaini gerir, gera þetta einfallt,“ sagði Souness.

,,Ég er ekki að segja að Fellaini sé betri kostur en hann er hættulegri, hann skilar meiru.“

,,Ég vil sjá Pogba fá boltann á miðjunni, fá boltann og losa hann einfallt. Þegar boltinn fer út á kant þá þarf hann að koma sér inn í box og koma sér svo aftur í stöðu.“

,,Hann hefur tæknina og allt það hann er Youtube spilari.“


desktop