Stóri Sam fær íþróttasálfræðing til að hjálpa Gylfa og félögum

Gylfi Þór Sigurðsson og Everton eru að finna sitt rétta form þessa dagana en liðið hefur unnið síðustu tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Sam Allardyce stýrði liðinu í fyrsta sinn um helgina í sigri á Huddersfield. Þar skoraði Gylfi fyrra mark leiksins.

Eftir erfiða byrjun er Gylfi að finna sitt besta form og hefur hann lagt upp tvö og skorað tvö mörk í síðustu fjórum leikjum.

,,Everton er stórt félag, ég ber virðingu fyrir Swansea en þetta er stærra svið, þú þarft að vera sterkari andlega og standa undir þeim væntingum sem eru hjá Everton,“ sagði Allardyce.

,,Allir stuðningsmenn vilja sjá skemmtun en vilja líka sjá hæfileikana, það er mikil pressa og margir leikmenn sem komu hingað hafa ekki reynsluna af því.“

,,Gylfi kom seint hingað, það var mikið tala um hvað hann myndi kosta og hvort Swansea myndi selja hann. Hann æfði lítið með aðalliðinu á þeim tíma og fékk því ekki alvöru undirbúningstímabil, hann hefur því verið að elta þar.“

Allardyce ætlar að fá inn íþróttasálfræðing til að spjalla við leikmenn. ,,Ég ætla að finna íþróttasálfræðing, ég held það sé mikilvægt. Ef hausinn er í lagi þá geta menn staðið sig innan vallar,“ sagði Allardyce.


desktop