Stórlið elta strák sem skoraði 89 mörk á síðustu leiktíð

Stórlið á Englandi eru á eftir strák sem spilar með unglingaliði SM Caen í Frakklandi en frá þessu er greint í dag.

Elye Wahi er nafn stráksins en hann er aðeins 14 ára gamall og spilar fyrir U17 lið liðsins.

Wahi virðist vera með ótrúlegt markanef en hann skoraði heil 89 mörk á síðustu leiktíð sem er ótrúleg tala.

Eftir 5-2 tap gegn unglingaliði PSG í gær þar sem Wahi skoraði tvennu þá sagðist hann vera heltekinn af því að skora mörk.

Liverpool, Tottenham, Manchester City og Manchester United hafa áhuga en Chelsea er sagt vera að vinna kapphlaupið um strákinn.


desktop