Stórlið í Tyrklandi vilja Zlatan

Tvö stórlið í Tyrklandi hafa áhuga á að semja við Zlatan Ibrahimovic framherja Manchester United.

Framherjinn knái hefur ekki náð almennilegum bata eftir að hafa slitið krossband í apríl á síðasta ári.

Zlatan snéri aftur á völlinn í desember en var ekki ánægður með formið á sér.

Hann hefur því dregið sig til baka og æfir nú einn til að koma sér í sitt besta form.

Galatasaray og Besiktas hafa bæði áhuga á Zlatan en United gæti verið tilbúið að leyfa honum að fara ef Alexis Sanchez kemur frá Arsenal.


desktop