Stuðningsmenn City gera grín að Mourinho – Er að fara á taugum

Newcastle og Manchester City eigast nú við í ensku úrvalsdeildinni og er staðan 1-0 fyrir City þegar um tíu mínútur eru eftir af leiknum.

Það var Raheem Sterling sem skoraði eina mark leiksins á 31. mínútu eftir sendingu frá Kevin de Bruyne.

Fari svo að City vinni hefur liðið 15 stiga forskot á toppi deildarinnar á Manchester United sem gerði 2-2 jafntefli við Burnley í gær.

Stuðningsmenn City hafa verið duglegir að skjóta á Jose Mourinho, stjóra United í kvöld í stúkunni en hann sagði að United hefði ekki efni á því að keppa við City eins og staðan væri í dag þar sem að bláliðar væru að eyða of háum fjárhæðum í leikmenn.

Mikið grín hefur verið gert að þessum ummælum enda hefur stjórinn eytt 286 milljónum punda í leikmenn síðan hann tók við árið 2016.


desktop