Stuðningsmenn Everton ósáttir með eiginkonu Rooney

Stuðningsmenn Everton eru ekki hressir með Coleen Rooney eiginkonu Wayne Rooney.

Þau reyna nú að bjarga hjónabandi sínu en Wayne Rooney gerði stór mistök á dögunum.

Hann var handtekinn eftir að hafa verið að keyra fullur en með í för var önnur kona sem Rooney var að reyna við.

Á sama tíma var Coleen á Spáni með börnunum þeirra en hún er ófrísk og fjórða barn þeirra á leiðinni.

Coleen hefur beðið Wayne um að fá frí frá Everton í nokkra daga svo þau getið farið saman í frí og reynt að bjarga hjónabandinu.

Við þetta eru stuðningsmenn Everton ekki sáttir. ,,Fara í frí? Hvaða rugl er þetta, Rooney var í sjö vikna fríi í sumar. Svoleiðis er það ekki á venjulegum vinnumarkaði,“ skrifar einn stuðningsmaður Everton.

,,Ég efast um að Wayne vinni í átta tíma á dag og það er ekki eins og hún sé á fullu alla daga.“

,,Þau hafa ekki farið nema tíu sinnum í frí saman á þessu ári, þetta er rétt hjá Coleen,“
skrifar einn í kaldhæðni.


desktop