Stuðningsmenn Tottenham komnir með nóg af Danny Rose

Danny Rose, virðist vera á förum frá Tottenham í janúar en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu.

Bakvörðurinn var í byrjunarliði Tottenham sem vann 3-0 sigur á APOEL í Meistaradeildinni í gær en honum var skipt af velli á 70. mínútu.

Rose var allt annað en sáttur við það að vera tekinn af velli og í staðinn fyrir að fá sér sæti á bekknum rauk hann beint inní klefa.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham gerði lítið úr atvikinu eftir leik og sagði að allir leikmenn væru ósáttir þegar að þeir væru teknir af velli.

Stuðningsmenn Tottenham létu hins vegar vel í sér heyra á Twitter í gær eftir leik og virðast vera komnir með nóg af bakverðinum sem hefur verið orðaður við Manchester United að undanförnu.


desktop