Sturridge entist í þrjár mínútur gegn Chelsea

Chelsea og WBA eigast nú við í mánudagsleik ensku úrvalsdeildarinnar og er staðan markalaus þegar um tíu mínútur eru liðnar af leiknum.

Chelsea er sem fyrr í fimmta sæti deildarinnar með 50 stig en WBA er á botninum með 20 stig.

Daniel Sturridge var í byrjunarliði WBA í kvöld en hann kom til félagsins á láni frá Liverpool í janúarglugganum.

Sturridge entist í þrjár mínútur inni á vellinum áður en honum var skipt af velli fyrir Jay Rodriguez.

Framherjinn hefur verið afar óheppinn með meiðsli, undanfarin ár og er það ein af ástæðum þess að Liverpool var tilbúið að láta hann fara.


desktop