Sturridge sendur heim svo hann myndi ekki smita aðra í liðinu

Daniel Sturridge, framherji Liverpool var sendur heim úr æfingaferð liðsins en þetta var tilkynnt í dag.

Liverpool æfir nú á Spáni en liðið leikur næst í lok febrúar gegn Leicester City á útivelli.

Sturridge er ekki meiddur heldur þjáist hann af vírusi sem er sagður vera bráðsmitandi og því var ákveðið að senda hann heim.

Sturrridge hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool síðan Jurgen Klopp tók við liðinu í október 2015.

Hann hefur átt við einhver meiðsli að stríða en margir reikna með því að framherjinn yfirgefi Liverpool í sumar.


desktop