Sturridge sendur heim úr æfingaferð Liverpool

Læknateymi Liverpool ákvað í dag að senda Daniel Sturridge heim úr æfingaferð félagsins.

Liverpool er á Spáni þar sem félagið undirbýr sig fyrir lokasprett tímabilsins.

Liðið á ekki leik um helgina og því ákvað Jurgen Klopp að fara með strákana í sólina.

Í ferðalaginu til Spánar fór Sturridge að finna fyrir veikindum og gat ekki æft með liðinu í gær.

Ástand hans var lítið skárra í dag og var ákveðið að senda hann heim til Englands svo hann gæti jafnað sig.

Klopp vonast þó til að Sturridge hafi náð heilsu og geti spilað gegn Leicester í lok mánaðarins.


desktop