Svindlarar nota nafn Gylfa – Forrit sem á að tryggja góðan fjárhag

Svindlarar eru hættulegir í netheimum og þeir eru duglegir að nota frægt fólk til að reyna að græða peninga.

Nú er flóðbylgja af auglýsingum með Gylfa Þór Sigurðssyni í gangi á Facebook og þar er fólki lofað að græða peninga.

Sagt er að Gylfi sé í samstarfi við Bitcoin Code þar sem á að tryggja bjarta fjárhagslega framtíð

,,Gylfi Sigurðsson, einn af bestu leikmönnum Ísland stefnir á að binda enda á íþróttaferil sinn. Hann hefur stór áform fyrir fjármálageirann. Síðasta yfirlýsing hans hefur sent höggbylgju gegnum Ísland og heiminn allan. Hann hefur hafið opinbert samstarf við Bitcoin Code – forrit sem nánast tryggir bjarta fjárhagslega framtíð fyrir Þjóðverja. Samkvæmt Gylfi er tími til kominn fyrir Ísland að verða leiðandi þjóð sem notar grunnkeðjutækni til þess að bæta fjárhag borgara sinna,“ segir á heimasíðunni sem hægt er að smella á í gegnum Facebook.

,,Bitcoin er spennandi vegna þess að það tekur valdið frá þeim sem misbeita því og færir þeim sem þurfa fjárhagslegt frelsi. Ísland er í góðri stöðu til að notfæra sér hinar ótrúlegu nýjungar sem Bitcoin og rafmyntir almennt bjóða upp á,“
eru ummæli sem eru sögð vera eftir Gylfa en um augljóst svindl er að ræða.

Lögregluyfirvöld hafa varað fólk við svona hlutum á veraldarvefnum þar sem mikið um svindl er í gangi.

Myndir af þessu eru hér að neðan.


desktop