Swansea úitlokar að borga það sem Liverpool vill

Swansea hefur haft áhuga á að kaupa Mamadou Sakho miðvörð Liverpool.

Jurgen Klopp hefur ekki einn einasta áhuga á að spila Sakho sem er ti sölu.

Eftir að Klopp sendi Sakho heim úr æfingaferð félagsins síðasta sumar hefur andað köldu á milli þeirra.

Sakho er einnig á óskalista Southampton en Swansea vonaðist til að fá hann.

Þegar forráðamenn Liverpool tjáðu hinsvegar Swansea að Sakho myndi ekki kosta krónu minna en 20 milljónir punda þá afþakkaði Swansea það. Sky Sports greinir frá.

Félagð telur Sakho ekki vera nálægt því að vera 20 milljóna punda virði.


desktop