Swansea vill fá John Terry

Swansea ætlar að blanda sér í baráttuna um John Terry, fyrirliða Chelsea.

Terry mun yfirgefa Chelsea í sumar þegar samningur hans rennur út.

Hann hefur verið orðaður við West Ham og WBA að undanförnu og þá gæti hann einnig farið til Kína eða Bandaríkjanna.

Swansea ætlar sér hins vegar að reyna fá Terry, fari svo að liðið haldi sér uppi en vörn liðsins hefur ekki verið öflug á þessari leiktíð.


desktop