Telur að Mata beri ábyrgð á því að Clattenburg hætti

Það kom mörgum á óvart í gær þegar greint var frá því að Mark Clattenburg væri hættur að dæma í ensku úrvalsdeildinni.

Clattenburg var besti dómari deildarinnar en hann ákvað að skella sér til Sádí Arabíu.

Þar fær hann fimm sinnum hærri laun en hann hefur verið með í ensku úrvalsdeildinni.

Atvik kom upp fyrir nökkrum árum þegar hann var sakaður um að kalla John Obi MIkel apa og Juan Mata spænskt fífl þegar þeir léku með Chelsea. Hann fannst hinsvegar ekki sekur af því.

Keit Hackett sem stýrði dómaramálum hér á árum áður telur að það atvik sitji enn í Clattenburg og hafi áhrif á þessa ákvöðrun hans.

,,Þetta er slæmt fyrir enska dómara, enska úrvalsdeildin missti fremsta dómara í heimi,“ sagði Hackett.

,,Það er slæm stjórnun á þeim, það var atvik þar sem samtök dómara hefðu þurft að styðja betur við hann.“

,,Clattenburg var alltaf sár yfir atvikinu með Mata þar sem hann fékk ekki stuðning, fólki var leyft að drulla yfir hann.“


desktop