Tennurnar í Götze illa farnar eftir Vertonghen

Mario Götze leikmaður Borusssia Dortmund þarf að fara til tannlæknis í dag eftir viðskipt sín við Jan Vertonghen leikmann Tottenham.

Vertonghen var rekinn af velli í sigri Tottenham á Dortmund í Meistaradeildinni í gær.

Stuðningsmenn Spurs voru óhressir með rauða spjaldið en tennurnar hjá Götze losnuðu eftir átök við Vertonghen.

,,Hann er í vandræðum með tennurnar á sér og þarf að hitta tannlækni,“ sagði Peter Bosz þjálfari Dortmund.

,,Þetta lítur ekki vel út, tennurnar hans eru ekki allar á réttum stað. Það er erfitt fyrir hann að tala.“


desktop