Terry afþakkar tilboð

John Terry fyrirliði Chelsea ætlar sér ekki að yfirgefa félagið þrátt fyrir minna hlutverk.

Ljóst má vera að Antonio Conte treystir Terry til að leika lykilhlutverk hjá sér.

Terry hefur verið mikið meiddur eftir að Conte tók við og undanfarið hefur liðið verið óstöðvandi í ensku úrvalsdeildinni.

Bournemouth hafði sýnt því áhuga á að taka Terry sem er 36 ára á láni út tímabilið.

Terry hefur hinsvegar ekki áhuga á því og vill klára samnings sinn við Chelsea sem rennur út í sumar.

Ekki er útilokað að Terry hætti knattspyrnuiðkun þá en hann hefur áhuga á að fara út í þjálfun.


desktop