Terry hefur hjálpað ungstirni Villa að taka til í hausnum á sér

Jack Grealish leikmaður Aston Villa hefur verið frábær á þessu tímabili og virðist vera að uppfylla þær væntingar sem gerðar voru til hans.

Grealish var í vandræðum með einkalíf sitt og var oft myndaður mikið drukkinn. Meðal annars áfengisdauður á götum Tenerife.

Grealish er 22 ára gamall en koma John Terry til Villa hefur breytt ferli hans til hins betra.

Terry er sagður hafa unnið vel með Grealish og kennt honum það hvað þarf til.

Terry hefur lengi verið á toppnum í fótboltanum og Grealish hefur áttað sig á því að árangur í fótbolta næsta ekki með því að fórna einhverju.


desktop