Texti – Svona er lagið sem sungið er um Lukaku

Kick It Out samtökin krefjast þess að stuðningsmenn Manchester United hætti að syngja lagið sem þeir syngja um Romelu Lukaku.

Lukaku kom til Manchester United í sumar og hafa stuðningsmenn United samið lag um hann.

Sungið er um að Lukaku sé með stóran getnaðarlim og að hann skori mikið af mörkum.

Kick It Out samtökin telja að þarna sé um kynþáttafordóma að ræða og vilja að lagið verði ekki sungið meira.

Lagið hljómaði í sigrum gegn Basel og Everton í liðinni viku á Old Trafford.

Texti lagsins:
„Romelu Lukaku,
„He’s our Belgium scoring genius
He’s got a 24 inch penis,
„Scoring all the goals,
„B*****d to his toes.“

Lagið má heyra hér að neðan.


desktop