Þessi fjögur félög vilja öll kaupa Gylfa í sumar

Southampton er komið í kapphlaupið um Gylfa Þór Sigurðsson miðjumann Swansea.

Gylfi hefur verið á meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að vera í fallbaráttu.

Gylfi hefur lagt upp mikið af mörkum og verið duglegur að skora.

Southampton er með Gylfa efstan á óskalista sínum í sumar en það eru líka fleiri félög sem hafa áhuga.

Everton hefur mikinn áhuga á Gylfa og sömu sögu er að segja af West Ham og Newcastle samkvæmt frétt Daily Mail.

Swansea ku vilja fá í kringum 35 milljónir punda fyrir Gylfa sem verður 28 ára gamall á þessu ári.


desktop