Þessir eru líklegastir til að fara í bann fyrir að láta sig detta

Leikmenn á Englandi eiga í hættu á að fara í leikbann á næstu leiktíð eftir að ný regla var kynnt á dögunum.

Leikmönnum verður nú refsað fyrir að láta sig detta og verður tekið mun harðar á því en áður.

Það er nú stranglega bannað að reyna að blekkja dómarana í leikjum og ef um augljóst svindl er að ræða fer sá leikmaður í bann.

Veðbankar á Englandi skoða nú hvaða leikmenn eru líklegastir til að fá að finna fyrir nýju reglunni.

Tveir leikmenn Manchester City eru líklegir samkvæmt því sem og Alexis Sanhcez, leikmaður Arsenal.

Þessir eru líklegastir samkvæmt veðbönkum þessa stundina.

10/1 – Raheem Sterling (Manchester City), Leroy Sane (Manchester City), Alexis Sanchez (Arsenal)

12/1 – Anthony Knockaert (Brighton), Dele Alli (Tottenham), Gabriel Jesus (Manchester City), Marcus Rashford (Manchester United), Wilfried Zaha (Crystal Palace)

14/1 – Ashley Young (Manchester United), Jamie Vardy (Leicester City), Riyad Mahrez (Leicester City), Robert Snodgrass (West Ham)


desktop