Þessir fjórir sagðir á óskalista Mourinho næsta sumar

Jose Mourinho stjóri Manchester United hefur sagt frá því að hann búist ekki við því að kaupa neina leikmenn í janúar.

Núna er United að selja leikmenn en Morgan Schneiderlin er að fara til Everton og Memphis Depay gæti farið.

Antoine Griezmann leikmaður Atletico Madrid er efstur á lista samkvæmt frétt Mirror.

Griezman gæti spilað sem fremsti maður eða í stöðunni fyrir aftan Zlatan Ibrahimovic.

Victor Lindelof miðvörður Benfica er sterklega orðaður við United og Nelson Semedo bakvörður Benfica er einnig á lista.

Tiemoue Bakayoko miðjumaður Monaco er svo sagður á listanum en hann gæti fyllt skarð sem Michael Carrick skilur eftir sig þegar ferill hans er á enda.


desktop