Þessir koma að flestum mörkum í ensku úrvalsdeildinni

Alexis Sanchez leikmaður Arsenal kemur að marki á 87 mínútna fresti i ensku úrvalsdeildinni.

Sanchez er með hæsta framlag allra í deildinni en hann hefur skorað 13 mörk og lagt upp sjö.

Diego Costa kemur þar á eftir honum en hann hefur skorað 14 mörk og lagt upp fimm, hann kemur að marki á 88 mínútna fresti.

Adam Lallana er þriðji á lista en hann kemur að marki á 93 mínútna fresti.

Zlatan Ibrahimovic hefur skorað 13 mörk og lagt upp þrjú en hann hefur spilað meira en aðrir og kemur að marki á 107 mínútna fresti.

Screen Shot 2017-01-11 at 13.19.59


desktop