Þessum liðum geta ensku liðin mætt í 16 liða úrslitum

Það verður dregið í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á mánudaginn en þar eru fimm ensk lið.

Ekki virðist skipta miklu hvort ensku liðin hafi unnið eða endað í öðru sæti í sínum riðli.

Liðin fjögur sem unnu riðilinn geta mætt Bayern og Juventus og öll nema Tottenham geta mætt Rea Madrid, þau voru saman í riðli.

Chelsea var eina enska liðið sem vann ekki riðilinn en þrír andstæðingar koma til greina hjá þeim.

Mögulegir andstæðingar Manchester United:
Bayern Munich, Juventus, Sevilla, Shakhtar Donetsk, Porto, Real Madrid.

Mögulegir andstæðingar Chelsea:
Paris Saint-Germain, Barcelona, Besiktas

Mögulegir andstæðingar Manchester City:
Basel, Bayern Munich, Juventus, Sevilla, Porto, Real Madrid.

Möguegir andstæðingar Tottenham:
Basel, Bayern Munich, Juventus, Sevilla, Shakhtar Donetsk, Porto.

Mögulegir andstæðingar Liverpool:
Basel, Bayern Munich, Juventus, Shakhtar Donetsk, Leipzig, Real Madrid.


desktop