Þetta er leikmaðurinn sem hendir sér oftast í tæklingar á æfingum United

Jesse Lingard, sóknarmaður Manchester United var í skemmtilegu viðtali við Goal á dögunum þar sem ýmislegt forvitnilegt kemur fram.

Lingard er ekki vinsælasti leikmaðurinn í liði United, hjá stuðningsmönnum félagsins í það minnsta en hann hefur verið að koma sterkur inn hjá liðinu í undanförnum leikjum.

Hann var spurður að því hvaða leikmaður væri duglegastur að henda sér í tæklingar á æfingasvæði United og ekki stóð á svarinu hjá honum.

„Marcos Rojo, eða nei, ég ætla að breyta þessu svari í Eric Bailly,“ sagði Lingard.

„Fyrst þegar að hann kom þá notaði hann hvert tækifæri sem hann gat til þess að henda sér í tæklingar, stundum tveggja fóta.“

„Eric er rosalegur á æfingum og gefur ekki tommu eftir,“ sagði hann að lokum.


desktop