Þetta er leikmaðurinn sem Mkhitaryan nýtur þess að spila með hjá Arsenal

Henrikh Mkhitaryan, sóknarmaður Arsenal gekk til liðs við félagið í janúarglugganum.

Hann kom til félagsins í skiptum fyrir Alexis Sanchez sem fór til Manchester United.

Mkhitaryan hefur farið ágætlega af stað með sínu nýja liða og lagði m.a upp þrjú mörk í stórsigri liðsins á Everton á dögunum.

„Það vita það allir að Mesut Ozil er einn besti knattspyrnumaður heims í dag,“ sagði Mkhitaryan.

„Ég nýt þess mikið að spila með honum því hann er með leikskilning sem ekki margir hafa.“

„Hann er með mikla tækni og sér völlinn vel, hann er sá besti í sinni stöðu,“ sagði hann að lokum.


desktop