Þetta er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir United síðan Mourinho tók við

Jose Mourinho, stjóri Manchester United tók við liðinu árið 2016 af Louis van Gaal sem var látinn taka pokann sinn.

Stjóratíð Mourinho hjá United hefur verið talsvert gagnrýnd en þrátt fyrir það hefur hann nú þegar skilað þremur titlum í hús.

Mourinho hefur verið talsvert gagnrýndur fyrir það að geyma Marcus Rashford, sóknarmann liðsins á bekknum að undanförnu.

Rashford var magnaður gegn Liverpool um helgina og skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri en hann hefur fengið fá tækifæri í byrjunarliðinu í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári.

Þrátt fyrir það er Marcus Rashford sá leikmaður hjá Manchester United sem hefur spilað flesta leiki fyrir félagið, síðan að Mourinho tók við liðinu en tölfræði yfir þetta má sjá hér fyrir neðan.


desktop