Þetta er upphæðin sem Liverpool vill fá fyrir Salah ef Real Madrid bankar á dyrnar

Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool hefur slegið í gegn með enska liðinu á þessari leiktíð.

Hann hefur skorað 24 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og lagt upp önnur 8 og verið besti leikmaður liðsins á þessari leiktíð.

Salah er orðaður við Real Madrid í spænska miðlinum El Confidential í dag en Egyptinn er sagður opinn fyrir því að spila fyrir spænska stórliðið.

Liverpool mun hins vegar ekki selja hann fyrir minni upphæð en Philippe Coutinho sem fór til Barcelona í janúar fyrir rúmlega 140 milljónir punda.

Liverpool er sagt vilja fá í kringum 180 milljónir evra fyrir Salah sem er jafn mikið og PSG þarf að borga Monaco fyrir Kylian Mbappe.

Salah kom til Liverpool í sumar frá Roma en enska liðið borgaði 36 milljónir punda fyrir hann.


desktop