Þetta er upphæðin sem Liverpool vill fá fyrir Sturridge

Liverpool er opið fyrir því að selja Daniel Sturridge, framherja liðsins í janúarglugganum.

Hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu síðan Jurgen Klopp tók við á Anfield í október árið 2015.

Liverpool Echo greinir frá því í kvöld að Klopp sé tilbúinn að selja hann fyrir 30 milljónir punda.

Sturridge kom til Liverpool frá Chelsea árið 2013 en hefur verið afar óheppinn með meiðsli á ferli sínum með Liverpool.

Hann hefur komið við sögu í 14 leikjum með Liverpool á þessari leiktíð þar sem hann hefur skorað 3 mörk og lagt upp önnur 3.


desktop