Þetta er upphæðin sem United vill fá fyrir David de Gea

David de Gea, markmaður Manchester United er áfram orðaður við Real Madrid þessa dagana.

Samkvæmt miðlum á Englandi ætlar United að bjóða honum nýjan og betrumbættan samning sem myndi gera hann að launahæsta markmanni heims.

Hann myndi þéna í kringum 220.000 pund á viku en samningurinn yrði til næstu fimm ára og yrði hann þá hjá félaginu til ársins 2023.

Fari svo að Real Madrid ætli sér að bjóða í De Gea þá vill United fá 88 milljónir punda fyrir markmanninn.

Það myndi gera hann að lang dýrasta markmanni sögunnar og að einum allra dýrasta knattspyrnumanni heims.


desktop