Þetta eru þrír bestu markverðir í heimi að mati Schmeichel

Peter Schmeichel fyrrum markvörður Manchester United hefur valið þrjá bestu markverði í heiminum að sínu mati.

Schmeichel var gestur í MNF á Sky Sports í gær þar sem hann fór yfir markverði.

Þar valdi hann þá þrjá bestu í heiminum og tveir af þeim spila á Englandi.

Schmeichel er að margra mati besti markvörður sem enska úrvalsdeildin hefur átt en hann átti mögnuð ár með Manchester United.

Hér að neðan má sjá þá þrjá bestu að mati Schmeichel.

Manuel Neuer (FC Bayern)
Minn uppáhalds markvörður þessa stundina er Neuer og hann hefur verið það lengi, það er stíll hans sem markvörður sem heillar mig.

David de Gea (Manchester United)
Það er hraði og klókindi sem hann hefur fram yfir aðra markmenn í heiminum, hann skilur hvað er að gerast í leiknum. Hann hreyfir sig svo hratt til að vera á réttum stað.

Thibaut Courtois (Chelsea)
Courtois er magnaður markvörður, hann er stór og tekur margar vörslur sem eru góður. Hann stýrir því hvernig Chelsea spilar.


desktop