Þetta sagði Shaw við Mourinho á fundi þeirra

Luke Shaw bakvörður Manchester United ætlar sér að sanna fyrir Jose Mourinho að hann eigi heima hjá félaginu.

Mourinho hefur gagnrýnt Shaw harkalega á þessu tímabili en þessi 21 árs gamli bakvörður ætlar að sanna hversu öflugur hann er.

,,Gagnrýnin var mjög hörð en ég hef fengið svona áður, núna tók ég þessu betur,“ sagði Shaw.

,,Þegar ég fyrst kom til United og það voru umræður um mig þá var það erfitt, þetta var nýtt fyrir mér. Ég var vanur að fá jákvæð viðbrögð og ummæli í fjölmiðlum en hjá United breyttist allt. Það var neikvæðni.“

,,Ég tók því illa og það braut mig niður en núna kem ég til baka og vill berjast og vil sanna mig fyrir öllum.“

,,Ég fundaði með Mourinho og undir lokin sagði ég honum að ég ætlaði að afsanna orð hans. Ég trúi og vil gera það, ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir stuðningsmennina sem hafa staðið með mér.“

,,Ég get séð ljós við enda ganganna og ég vil gera það besta fyrir mig.“

,,Ég óska þess að tímabilið væri ekki að klárast, ég vildi að það væri að byrja. Ég vil spila fleiri leiki, ég get vonandi staðið mig áfram og haldið sæti mínu í iðinu sem skilar sér vonandi í Evrópudeildinni og að við komumst í topp fjögur sætin.“


desktop