Þjálfari Arons Einars – Gætum þurft að fara til helvítis Íslands

Neil Warnock stjóri Cardiff er afar ánægður með leikmannahóp sinn og hvernig hann nær saman.

Warnock telur að leikmenn muni halda góðu sambandi fram eftir öllu og að þeir muni hittast á nýan leik. Það gæti meira segja verið hjá Aroni Einari Gunnarssyni á Íslandi.

,,Ef ég horfi á öll liðin sem hafa komist upp deild eða náð árangri þá hafa þau komið saman á nýjan leik eftir 10 og 15 ár,“ sagði Warnock.

,,Þessi hópur mun hittast aftur eftir 10 ár sama hvort þeir komist upp eða ekki, þeir eru þannig týpur. Þeir ná allir svo vel saman.“

,,Við gætum þurft að fara til helvítis Íslands til að halda eitt hjá Aroni Einari en ég er viss um að strákarnir væru klárir í það.“


desktop